top of page

Fáðu lögfræðing í áskrift

Við bjóðum fyrirtækjum og stofnunum áskrift að lögfræðiþjónustu, þannig að fyrirtæki og stofnanir geti haft sinn eigin lögfræðing innanhúss án þess að þurfa að ráða í fullt starf eða til langs tíma í senn.

 

Fyrirtækið/stofnunin ræður starfshlutfallinu frá mánuði til mánaðar og greiðir fast mánaðargjald fyrir.

 

Um er að ræða sveigjanlegan kost fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja prófa eða þurfa að hafa lögfræðing í sínum röðum, til lengri eða skemmri tíma.

Verð áskriftarinnar ræðst af tveimur þáttum:

  1. Starfshlutfalli lögfræðingsins hjá fyrirtækinu eða stofnuninni. Hærra starfshlutfall leiðir til hlutfallslega lægra verðs fyrir þjónustuna.

  2. Binditíma áskriftarsamningsins á milli fyrirtækisins/stofnunarinnar og NOVO Legal. Lengri binditími leiðir til lægra verðs fyrir þjónustuna. 

Við reynum að sjálfsögðu að koma til móts við allar óskir fyrirtækja og stofnana um starfshlutfall og binditíma, en framboð þjónustunnar mun óhjákvæmlega þurfa að taka mið af eftirspurn. 

bottom of page